Suma daga, eða sum kvöld réttara sagt, brýst út í mér þessi óstjórnanlega sykurþörf. Ég ráfa um eldhúsið, opna skúffur, skápa og geng fram og aftur, í von um að það birtist eitthvað. Ekki nenni ég þó að skreppa út í sjoppu, svo mikinn metnað hef ég nú ekki. Áðan gat ég engann veginn stillt mig mig langaði svo í eitthver sætindi, svo ég bakaði þessa líka dýrinds marengstoppa bæði bleika og lillabláa. Síðan snæddi ég þá með vanilluís af bestu lyst!
nom nom nom nom nom nom.
Váá hvað þetta lítur girnilega út!
ReplyDeleteVaka
P.S. Ég á það til að gera nákvæmilega það sama, að ráfa svona um eldhúsið í leit að einhverju ; )
kannast mjög við þetta, eini gallinn hjá mér að það er 10-11 5 skref frá og er opin allan sólarhringinn, mjög hættulegt. haha.
ReplyDeleteGirnilegir marengstoppar :)
x
Bloggið þitt er frábært, var að finna það. strax í uppáhalds.
ReplyDeletexxx