Pages

Monday, 7 December 2009

final touch

buin ad klara verkefnid mitt! loksins, en talvan min var svo indæl ad hætta ad virka svo eg hef enga islenska bokstafi handa ykkur hehe :)
myndir fra vinnuferlinu:)

thangpalliet

thangfinal
buin ad sauma palliettur i, ekki uppahladid mitt ad sauma i hondum get eg sagt ykkur hehe.

thang2
held eg hafi ekki synt mynd af thessum fyrr, en hann var upprunalega fjolublar, gerdi svo svona litatilraunir og nuna likist hann heira thangi :)

finalt
setti svo a svona gullperlur nedst, adeins svona final touch!

fiskura
svo er thad thessi, fiskabeinagrindakjollinn, aduren eg litadi hann, er svo lika buin ad bæta adeins meira inn i hann thvi mer fannst hann svo gotottur, hann er samt enntha gotottur, bara adeins minna gotottur :)

fiskurlita2
og eftir ad eg litadi hann. grænn efst, bleikur i midjunni og svo blar/fjolublar nedst.

slaslaa
hætti vid ad sauma buxur ur efninu sem eg prentadi a og gerdi sla, er vodalega satt med hana og hun lytur mikid betur ut a manneskju en ginu! :)

slaagull
gerdi lika gullprint sumsstadar, en thad litur mikid betur ut i eigin personu, en fekk thvi midur svona strik sumstadar inn a milli thar sem bondin voru thvi gullpappirinn var svo thykkur.'


Annars erum vid svo med gennemgang" a morgun af verkefnunum, semsagt kynningu, hver fær tiu min, verdum allan daginn erum svo margar hehe, an thad verdur spennandi ad sja hvernig thetta kemur ut hja hinum og svona. svo a thridjudag og midvikudag koma krakkar af ljosmyndabraut i skola i arhus og taka myndir af voldu verkefni hja okkur, eg valdi thetta verkefni, en ætla bara ad hafa hekl-partinn, thvi mer finnst hitt ekki alveg passa inn saman med thvi, en eg tek bara sjalf myndir af slanni seinna :) svo eg nota 3 model og verd svo model fyrir tvaer stelpur thannig thad verdur nog ad gera. inn a milli myndatakanna og a fimmtudag og fostudag byggjum vid textil stelpurnar svo catwalk, fyrir show off sem er um næstu helgi. Svo er bara vika eftir, hlakkar svo til ad koma heim tad er ekki edlilgt hehe. er byrjud ad pakka nidur thvi sem eg ætla ekki ad taka med, og a næstu onn ætla eg svo ad flytja a hvita gang :)

Sunday, 29 November 2009

helgin

Búin að eiga rosalega notalega helgi, erum búin að elda alveg sjúklega góðan mat alla helgina og hafa það kósý, búin að vinna að verkefninu og svona.

012sad
Á föstudaginn fórum við Marie og Ann inn í Randers og versluðum það sem okkur vantaði í verkefnið okkar, þær keyptu efni og ég keypti pallíettur og glimmer, sem ég ætla að setja á kragann. Einnig gladdi það mitt litla hjarta að finna íslenskt súkkulaði hehe :)

044asd

050asd
Svo vantar ekki mikið uppá að efnið sem ég er að prenta verði tilbúið :)

Tuesday, 24 November 2009

sjórinn og ég

Hæhæhæ alltaf nóg að gera hjá mér, var í teikningu í síðustu viku rosalega skemmtilegt, læri helling og þægileg tilbreyting, svo var teiknimaraþon á laugardaginn, svo ég er alveg búin með teiknikvótann í bili. Þá teiknuðum við crouqie, fyrri hlutann af deginum, fengum þá tvö nakin módel, aldraðan karl og unga konu. Mér finnst ekkert sérstakt að teikna crouqie, allt þarf að vera svo nákvæmt og fullkomið en seinni hlutann af deginum, þá komu tvær stelpur og gerðu gjörning. Þær fóru í allskonar búininga, settu á sig vængi og límdu plasthunda á hvor aðra. Það var alveg ótrúlega sérstakt og rosalega gaman að teikna.Næstu tvær vikurnar erum við í textíl svo að útfæra okkar lokaverkefni. Sem er einnig sjálfvalið verkefni, og eigum að ákveða sjálfar innblástur, efni, aðferðir og gera tímaáætlun.

198

201

197

Ég ákvað að minn innblástur skildi vera sjórinn, og ég ætla að læra að gera rapport print. Sem er semsagt svona munsturprint. Þetta er munstrið sem ég ætla að nota og það er teiknað eftir myndinni að ofan þar sem sjórinn er að skvettast.

061

067
Er búin að gera rammann klárann svo ég þarf að bíða til morguns til að lýsa hann með myndinno, svo ég er búin að gera efnið klárt, þarf að vera voða nákvæmt, 20x20 svo allt takist eins og á að takast. Þegar ég er búin að þrykkja á allt efnið ætla ég svo að sauma buxur úr því, buxur undir..


undir þennann kraga, en þar sem svona hvítt og fínt líkist ekkert sjó ákvað ég að leika mér og sulla svolítið, rosalega skemmtilegt.

035
Ég fékk að fylla svona stóran pott af málningardufti, fyrst setti ég bláann og dýfði kraganum aðeins ofaní, bætti svo rauðum út í og dýfði svo aftur.

040
Þetta er nú ekki góð mynd, hann er nú ekki alveg tilbúin ennþá. Er samt alveg rosalega ánægð með útkomuna á litunum.

009
044
Í lok þessara tveggja vikna ætla ég að vera með þrjá mismunandi kraga/hálsmen og einar buxur, og þetta er semsagt byrjunin á nr. 2.

060

Á morgun ætlum við víst að föndra jólaskraut með Eva og Mette, kennurunum, en okkur er sagt að búast við að það sé öðruvísi en maður er vanur svo það er spennandi að sjá. Einnig er skrýtið að seigja að ég er orðin frekar ryðguð í íslenskunni, þurfti að nota google translator fyrir nokkur orð sem ég ætlaði að skrifa hérna því ég gat bara engann veginn munað hvað orðin væru á íslensku. Um helgina verður svo heimferðarhelgi hjá flestum, held það verði bara notalegt hjá okkur sem verðum hérna eftir, erum búin að fara á fund með eldhússtýrunum og ákveða fullt af góðum mat sem við ætlum að elda, og svo er ró og næði yfir í textílsmiðju til að vinna að verkefninu :)
yfir og út!

065
Er svo með fjólubláar hendur núna eftir allt sullið. hehe

Monday, 16 November 2009

body building

hæhæhæ ætlað sýna ykkur hvernig síðasta verkefni fór, gekk út á það að teikna collection með 10-15 flíkum, útfrá líkamanum, hver hópur fékk stikkorð til að vinna útfrá og ég og Anne fengum body building :)


áttum að byrja á því að ná formum af líkamanum svo vil lögðumst niður á stórt blað og teiknuðum útlínur og bættum við vöðvum ;)

þarnæst skissuðum við abrstrakt með bleki, allt sem okkur datt í hug að tengdist orðinu body building, síðan ljósrituðum við myndirnar yfir á glærur og vörpuðum þeim upp á vegg og stóðum svo í þeim og tókum myndir af:)

svo áttum við að leikokkur með að byggja á líkamann, og svona myndi ég nú líta út ef ég væri offirk í lyftingum hehe :)
Svo útfrá öllu þessu fórum við að skissa og teikna, velja liti og efni, og hér er útkoman, held það eigi að vera hægt að klikka á myndina til að stækka hana :)Þetta var voðalega skemmtilegt verkefni, helgin var mjög góð, það var síðasta gang fest á laugardaginn, sem hvíta fólkið hélt, það komu hellingur af gestum og var mikið fjör. Í þessari viku erum við með valfag, ég valdi að teikna þar sem ég er að vomast í að verða aðeins betri í því :) en það var líka hægt að velja um að gera tónlistarmyndband, mála eða gera hraðverkefni. Það er alveg rosalega gaman að teikna og kennarinn frekar sérstakur og fyndinn líka.
Er farin að hlakka alveg rosalega til jólanna líka, í fyrsta sinn í nokkur ár, það verður svo gott að koma heim. Voða stutt eftir líka. Held ég láti þetta nægja í bili, sjáumst síðar :)

Thursday, 29 October 2009

hæhæhæJæja já smá fréttir, af mér, aðallega myndir.Lærðum að gera print, byrjuðum fyrst á að skissa upp greinar og blóm með bleki, unnum svo með myndirnar á ljósaborðunum og þetta kom út hjá mér, s.s. seinni myndin. Innblásturinn sem við máttum nota var nefnilega þessar greinar eða svo máttum við nota skissur af bílum sem við gerum á söfnunum í Stuttgart :)


prufaSvo áttum við að sauma þessa slá, og svona kom þetta út hjá mér, var ekkert svakalega ánægð með þetta verkefni hehe, en er rosalega ánægð með að vera búin að læra að gera print og fá leyfi til að nota verkstæðið. Svo í lok vikunnar fengum við líka allar tvær dollur með svona sérstakri málningu til að nota í bara það sem við viljum :)Þannig ég fór eitthvað að fikta við myndir, fáið kannski að sjá seinna, ef einhvað fínt kemur út úr þessu :)
í þarsíðustu viku vorum við með gestakennara sem heitir Karen Bagge, áttum að vinna eitthvað útfrá minningum og tilfinningum, þetta er ekki lokaniðurstaðan á því sem ég gerði, er ekki með mynd af því en var samt alls ekki ánægð með útkomuna. Fékk ekki að gera það sem ég vildi og það mátti ekki líta vel út, allt átti að fara eftir hvernig væri að koma við efnið og eitthvað sem mér fannst ekkert gaman að fara eftir hehe :)

Í síðustu viku var "K-uge" sem er valfagsvika. Fengum að velja um fjögur mismunandi fög og ég valdi eitt sem heitir "Ting der vælter ting" sem fór semsagt út á það bara að velta hlutum hehe :) það var rosalega gaman, tókum upp litla stuttmynd sem fór um allann skólann og veltum bókum og blóðum og boltum og meiraðseigja manneskjum. Það var mikið hlegið og rosa gaman, vonandi verður það svo sett á jútúb svo ég geti sent ykkur linkinn :)Í þessari viku og þá næstu erum við með kennara sem heitir Tommy, hann er að kenna okkur drapering, og erum semsagt bara að leika okkur með allskonar pappír, brjóta saman, krumpa og líma :)


jakki úr klósettpappír.


skór úr ljósmyndapappír.


og bolur úr venjulegum prentarapappír.


Núna um helgina er svo gammel elev fest og um 90 gamlir nemendur koma í skólann og heimsækja, og þau verða víst sofandi á öllum stöðum, nokkur eru komin núna og eru að koma sér fyrir í "laden" sem er stórt opið pláss sem við teiknum stundum í, svo þau eru að setja upp gardínur og eitthvað svoleiðis hehe :) Það verður furðulegt hér um helgina held ég, en vonandi skemmtilegt samt :)
Núna ætla ég að fá smá svefn í hausinn minn, góða nótt :)

Thursday, 8 October 2009

habalabalúég ætlaði bara að láta vita að ég er á lífi. Alltaf bara voðalega upptekin bæði um helgar og sérstaklega á virkum dögum.

myndi frá þarseinasta verkefni sem við gerðum, gerði þetta bils, eða á ekki mynd af því tilbúnu, hún kemur seinna, svo vorum við að klára verkefni núna sem við fengum að læra að gera print, og það er alveg nýja uppáhaldið mitt, rosalega skemmtilegt.

Í gær vorum við með kennslu líka þar sem það verður ekki kennsla næsta mánudag að mig minnir, en það kom gestakennari sem leiðbeindi okkur í að gera skúlptúra. Á föstudaginn var tennisolnbogapartý og í gærkvöldi var pool party og fodboldkamp svo það er alltaf einhvað að gera.
En þetta var nú bara svona smá, set inn myndablogg bráðum af því sem ég er búin að vera að gera, þarf að fara að undirbúa næsta verkefni hehe :)