ég tók loksins myndir af jakkanum. ég er ekki alveg viss hvort mér finnist hann tilbúinn eða ekki en hann fær að vera svona í einhvern tíma. ég er algjörlega orðin háð því að setja studs í hluti núna, mér langar helst að troða þessu í allar flíkur sem ég á hehe.
Mér finnst eitthvað alveg fáránlega svalt við þessar pallíettugrímur. Mjög áhugaverð fatalína, væri alveg til í svona bleika pallíettupeysu og rauðann ref!
ég er farin að nota tumblr-ið mitt aftur öðru hvoru, slóðin er http://magnarun.tumblr.com/ ef þið hafið áhuga á að kíkja við.
svo er notandanafnið mitt á instagram magnarun, ef þið eruð þar líka.
vona að þið séuð að eiga góða helgi kæru lesendur :)