Pages

Wednesday, 23 September 2009

(:

taflan við borðið mitt :)

Hæhæ allir saman. Ný vika, nýtt verkefni, og svo eru allir loksins komnir í skólann aftur, rosa gaman! Nýja verkefnið okkar í textíl er að hanna pils, eiginlega sama verkefni sem ég var búin að gera í FB, teikna upp grunnsnið, sauma það upp og svo endanlega breyta í hönnunina sem við ætlum að gera, fengum allar bókstaf til að vinna út frá. Ég fékk C og í augnablikinu er ég að vinna með orðið ‘curiosity’ þar sem ég er nú svo forvitin, sjáum til hvernig það fer, var alveg með orðalista uppí kannski 30 orð. Byrjuðum á mánudaginn og fengum þá útskýringu á verkefninu og byrjuðum að skissa, og í gær fengum við útskýringar af allskonar pilssaumum og sniðum og sniðteikningum, sem ég hef lært allt áður í FB svo vonandi gengur þetta vel að sauma. Á miðvikudögum hjá okkur þrífum við frá 8:30-9:30 og svo fórum við á fyrirlestur um vísindakirkjuna, sjálfur maðurinn sem var að segja okkur frá þessu hafði enga trú á þessu, líka voðalega kjánalegt allt saman, taka ekki lyf við nokkrum verkjum og fara ekki til læknis ef þau fótbrotna, svo gerðu einhverjir af aðalgaurunum í því líka stóra akurhringi á túnið hjá sér með Scientology merkinu, svona ef þeir myndu villast í geimnum, bara svona til að rata á rétta plánetu hehe ;) Í kvöld er svo kvöldteikning, erum alltaf með frí á daginn á miðvikudögum frá tvö til sex en förum svo í kvöldkennslu, er að fara að teikna nakið módel sjáiði til, og fáum svo kaffi og köku þegar við erum bún :) Allt á fullu líka hjá okkur á “sort gang” að undirbúa partýið okkar sem verður á laugardaginn, gat samt ekkert sagt frá því hér þar sem það er allt alveg top secret! veit nefnilega að nokkrir reyndu að krafsa í gagnum íslenskuna í fyrra blogginu hérna hehe, en þetta kemur allt í ljós, voða spennandi! En nú þarf ég að skjótast og sækja blýantana mína yfir í saumasmiðju, svo þetta varður að duga í bili :)

3 comments:

  1. Gaman að heyra :) Mátt vera duglegri að setja greinaskil því þá er auðveldara að lesa.
    Hlakka til að heyra frá Partýinu ykkar...

    ReplyDelete
  2. Já og mjög flott taflan þín, greinilega ýmislegt að gerjast ;)

    ReplyDelete