Hæhæ allir stórir og smáir, ákvað að blogga fyrir ykkur heima á Íslandinu :) En var semsagt að koma úr svakalegu ferðalagi.
Lögðum semsagt af stað klukkan hálfsjö að morgni 10. september, afmælisdagsins míns. Sátum þar í tólf tíma með nokkrum pissustoppum, það var ekki alslæmt, fékk gíraffabangsa og trúðamöffins frá nönnu í afmælisgjöf hehe, svo fékk ég danskan afmælissöng og fullt af nammi. Vorum komin til Stuttgart um kl 9 um kvöldið, á Hostel Alex, sem var nú bara voða lítið og krúttlegt, allir drifu sig í sturtu og svo fórum við út að skoða bæinn, fengum okkur pitsu og bjór og fylgdumst með ofurölva þjóðverjum hehe :)
11. september, tókum við rútuna okkar á Mercedes bílasafn það er alveg sjúklega stórt og flott á alveg 5 eða sex hæðum, og þið vitið að ég er sko alls ekki fyrir bíla, en þetta var alveg sjúklega flott allt saman :)
fyrir utan safnið!
Andreas og Doggen
lyftan
svo fersk hehe
Svo eitthvað á milli eitt og tvö keyrðum við að Porsche safnið, það var nú ekki jafn flott né stórt, allir líka orðnir voða þreyttir á svona mörgum bílum, allavega ég.
Hópurinn fyrir utan Porche safnið, speglar í loftinu jáá
allir orðnir frekar þreyttir hehe, og nú hef ég séð nóg af bílum, bara alveg út mitt líf hehe.
Eftir bílasöfnin héldum við á hostelið og kíktum svo í bæinn, um kvöldið fórum við 10 út að borða saman á voða fínan stað sem ég man nú samt ekki hvað heitir, en þetta var semsagt í tilefni af að Sys átti afmæli þann daginn. Hún fékk voða fínann kokteil með stjórnuljósi frá þjóninum hehe. en ég pantaði mér cesar salat, hélt það væri nú alltaf kjúklkingur í því, en ég fékk salat með BBQ rækjum, frekar furðulegt. Eftir að ráfuðum við um í bænum því við vildum ekki fara of snemma að sofa því við vildum getað sofið í rútunni daginn eftir, svo það var voða lítið sofið.
Tók myndavélina ekki út með mér á kvöldin en þá var ég með einnota vél svo, þær myndir koma bara í ljós seinna.
Klukkan átta á laugardagsmorgun tók við önnur löng rútuferð og við vorum komin til Padova um klukkan sjö um kvöldið, þar tókum við lest til Feneyja. Þegar við komum til Feneyja var alveg sjúklega heitt og erfitt að draga töskurnar um, mjög mikið af fólki, en þegar við vorum fyrir utan hótelið, kom alveg óvænt ánægja!
Hann elsku Thomas minn pikkaði í öxlina á mér, var svo hamingjusöm að það er bara ekki eðlilegt, hoppuðum og skríktum og knúsuðumst þegar við sáum hvort annað, allir hljóta að hafa haldið að við værum stórskrýtin:)
Svo ég hljóp bara með töskurnar upp á hótelherbergi, sem var btw minna en baðherbergið sem ég er með hérna í skólanum og við bjuggum þrjár í því, alveg pínkupons hehe. allaveg þá röltum við Thomas um allar Feneyjar, upp og niður brýr og gegnum þröng stræti og allt mögulegt, hehe :)
Morguninnn eftir fórum við á Biennale, sem er rosalega flott listasýning sem fer fram á tveggja ára fresti og heilmikið af löndum taka þátt í, fórum fyrst á Giardini, gengum þar um morguninn, og eins gott að við höfðum Thomas með okkur, því kennararnir voru nú ekkert svakalega ratvísir, og hann fór með okkur hehe :)
sjúklega fallegt þarna!
þennan dag var "græna fólkið" með fund í Feneyjum, Thomas fræddi okkur um þau og þetta er voðalega slæm pólitísk grúppa sem er á móti nýbúum, hommum og öllu mögulegu, heyrðum reiileg köll frá fundinum þeirra allan daginn þar sem hann var haldinn frekar nálægt Giardini svæðinu.
þetta er frá uppáhaldsbyggingunni minni þann daginn, en fékk ekki að taka fleiri myndir, þar sem við komumst að að í einmitt þessari byggingu mátti ekki taka myndir, einmitt þar sem mér fannst flottast hehe. en það var fullt af fleiru, en það er eiginlega ekki hægt að lýsa því en þetta er frá united states byggingunni.
í þessu herbergi, sem ég man nú ekki frá hvaða landi, voru sýndar alveg sjúklega flottar stop motion myndir, eitt að því athyglisverðasta sem ég hef séð á ævi minni, alveg sjúklega flott!
fengum okkur ís
svo kvaddi ég thomas og það var voðalega sorglegt.
Daginn eftir héldum við til Arsenale og við máttum sjálf ákveða hvort við gengum eða tækjum strætóbátinn, ég, Andreas, Pede og Billie ákváðum að labba, vorum ekkert svakalega góð í að rata, komum að stræti með tveimur leiðum svo við ákváðum að "flip a coin" komumst á endanum á leiðiarenda hehe :)
Andreas, ég, Pede og Billie, komin inn á safnið, þetta var stórt herbergi með helling af risastórum speglum og þeir voru allir brotnir á mismunandi hátt.
Röltum í bænum á þriðjudag og fórum í Pavillion sem voru þar um kring, þessar þrjár seinustu myndir eru frá Íslenska Pavillion-inu, þessir tveir eru búnir að vera að skottast þarna um í fjóra mánuði alltaf frá eitt til sex eða sjö, módelið á nærbuxunum og málarinn í málarabúningnum og þeir bara búnir að hafa það mjög gott var að spurja þá útí þetta, fannst voða gaman að spjalla á íslensku hehe :)
svo er nú þessari frásögn bara að verða lokið, rigndi mjög mikið síðasta daginn og í gærmorgun þegar við lögðum af stað, vorum svo 24 tíma í rútunni og kom bara heim núna áðan. það á nú bara eftir að vera mjög rólegt hérna um helgina, erum bara þrjú í öllum skólanum, plús einn kennari þar sem allir fóru heim til sín yfir helgina :)
kveðjur, magna rún :)
pics by moi and Andreas :)
No comments:
Post a Comment