Pages

Thursday, 3 March 2011


halló halló. Í dag er dýradagur víj.


Ég var niðri í bæ í dag með vinkonu minni oooooog...
Dýr nr. 1 :ég keypti mér þennan sæta rebba, ég kalla hann Mikka ref og hann er nýjasti fjölskyldumeðlimurinn! Hann mun kúra með mér uppí í rúmi í nótt svo mjúkur namm namm (nei djók!(djók með kúrið, ekki að hann sé múkur!)).
Dýr nr. 2 :fékk mér líka sætann hvítann kanínupels sem ég mun mögulega birta mynd af hérna einhverntímann í nánustu framtíð en það verður bara að koma í ljós. Hann er samt mjög fínn og sætur en ég er ekki búin að ákveða nafn á hann ennþá.
Dýr nr. 3 :við fórum í rauða-kross búðina og fundum fiskabúning. Muniði eftir Þorra þorski sem var alltaf í hagkaup að syngja um sjálfan sig og lýsi?? Hann svipar allaveg mjög til hans og er mjög mjög fyndinn og flottur. Við keyptum fiskasnilldina svo ég set kanski inn mynd af honum við tækifæri.


Allavega, er ég búin að fera frekar latur bloggari og bloggskoðari upp á síðkastið. Ég er bara búin að vera í skólanum vinnunni læra heima og taka því rólega þess á milli jújú. En ætli ég bæti ekki úr því.


skullbag
ég hefði ekkert á móti því að eignast svona fína hauskúputösku!

4 comments:

  1. Ú kanínu pelsinn hljómar vel! Til hamingju með dýrdaginn þinn;)

    ReplyDelete
  2. yaaaaay.
    mikki refur og hvíta kanínan

    elska þorra þorsk!
    hann mun koma að góðum notum!

    ReplyDelete