Pages

Thursday, 17 November 2011

Rökkurhæðir

Móðir mín, Marta Hlín Magnadóttir, ásamt vinkonu sinni Birgittu Elínu Hassel eru að gefa út unglingabókaflokk. Bókaflokkurinn heitir Rökkurhæðir og núna um jólin koma út tvær fyrstu bækurnar, Rústirnar og Óttulundur.

RökkurhæðirRökkurhæðir

Núna eru þær að leita af unglingum til að lesa bækurnar og skrifa smá umsögn um þær.
Auglýsing af facebook síðu Rökkurhæða:

Viltu láta hræða þig?
Við auglýsum eftir unglingum, strák og stelpu, sem þora að lesa Rökkurhæðabækurnar og jafnvel skrifa litla umsögn um þær. Sendu póst á bokabeitan@bokabeitan.is ef þú hefur áhuga. Þar þarf að koma fram eftirfarandi:
- Nafn og aldur
- Hvað þér finnst skemmtilegast að gera?
- Heimasími (svo við getum látið þau heppnu vita)

Svo ef að þið lesendur góðir þekkið einhverja klára unglinga sem hafa gaman af því að lesa, ekki hika við að benda þeim á þetta :)


No comments:

Post a Comment