Pages

Wednesday, 9 February 2011

Ein af uppáhalds dýrategundunum mínum eru risaeðlur.. ég veit frekar vandræðalegt þar sem þær finnast ekki lengur og ég fékk aldrei tækifæri til að kynnast þeim. EN þær eru svo fínar, stórar, litlar með vængi, langa hálsa, flott munstur sniðuga þríhyrninga á bakinu, blöðkur á höfðinu í öllum regnbogans litum. Með yfirburða myndarlegar tennur, sérstaklega kjötæturnar. Rosa krúttlegar líka grænmetisæturnar svona japlandi út í eitt. Það hef ég allavegana frá ótal teiknimyndum, bíómyndum, heimildarþáttum og myndum.

Svo fann ég þetta fab armband sem ég er alveg ástfangin af, og það er eiginlega möst fyrir mig að eignast svona til að heiðra minningu þessara tignarlegu skepna. Ó ég læt mig allavega dreyma um það ;)
dinosaur cuff
dinosaur cuff
http://www.pixiemarket.com/

8 comments:

 1. það er svo flott!!

  ég elska risaeðlur - sérstaklega litlu sem borða stelpu í jurassic park myndinni... haha

  kostar samt 250$ :(

  x

  ReplyDelete
 2. vííí . ég elska risaeðlur
  var að tala um í dag hvað mig langar í risaeðlur!
  væri svo til í að það væri til risaeðlu eyja .. sem maður gæti farið og kíkt á sætu vinina !

  ég á samt fullt af dóta risaeðlum :$
  ahhhh .. við erum krútt kjánar

  ReplyDelete
 3. Vá! Það er virkilega kúl - og já risaeðlur eru fab;)

  ReplyDelete
 4. amazing!i want it now:-)
  xoxo

  ReplyDelete
 5. ahhhhh i love this!! must.....buy....now...

  xx
  ashley <3

  http://pursenboots.blogspot.com

  ReplyDelete