Pages

Thursday, 24 February 2011

smá


fann þetta fína hálsmen í kolaportinu síðustu helgi, það er víst belti en mér finst það fínna sem hálsmen.


Fyrr í vikunni var ég eitthvað að vesenast í fataskápnum mínum, svona eins og venjulega. Ég rakst á þessa gollu sem ég nota einhvernveginn aldrei, hún er eitthvað svo dökkblá á litin og ég nota alltaf bara svörtu gollurnar mínar þegar ég vil vera í dökku (sem er alltaf hehh). Blár er samt alveg uppáhalds liturinn minn! Allavega þá ákvað ég að leggja helminginn af gollunni í klór og leysa upp smá lit úr henni. Ég var að búast við að það kæmi hvítur, en aldeilis ekki hún varð rauð! Ég er samt mega sátt sko!
ps. fann buxurnar líka í koló, svartar flauels cheap monday á 100 kall! nice!
ps nr. 2. afsakið draslið á veggnum fyrir aftan, myndirnar mínar hata kennaratyggjó. einhver tips um hvernig ég get fengið þær til að haldast á veggnum?

5 comments:

 1. ahhh .. marta er svo góð að lána þér money fyrir þessu æðislega hálsmeni !! það er svo flott.
  ég elskaða

  vóóó.. geðveikt.. ég hélt það kæmi alltaf hvítur ?
  eða er ég bara rugludallur.
  haha .. myndirnar mínar gera þetta líka stundum.
  ég held að málið sé sko að setja bara nógu mikið kennara tyggjó. tíhíhíhí .. eða ég veit ekki .

  ps. ég elska líka buxurnar þínar. mig dreymir um flauels buxur. mmmmahh !

  ReplyDelete
 2. ps. 2 ég elska sko að skrifa ritgerðar komment !

  ReplyDelete
 3. flott hálsmen!

  ég elska að setja föt í klór - maður veit aldrei hvernig það verður, alltaf eins og happdrætti, haha.

  x

  ReplyDelete
 4. Vává, rosa fínt hálsmen!
  Ég hef aldrei lagt í klór, en langar rosa að prufa :)
  Með kennaratyggjóið, þá sagði mér einhver að þær héldust best ef að það er bara látið lítið. Veit samt ekki hvað sé mikið til í því.. hmm..

  ReplyDelete
 5. Vinkona mín notar alltaf leir (svona barna bara og lítil í einu) í stað kennaratyggjós en ég veit samt ekki hvort það virkar eitthvað betur.

  Flott peysan! gaman að hún kæmi svona rauð út ;)

  Vaka

  ReplyDelete